Ívar: Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur Skúli Arnarson skrifar 14. desember 2018 21:32 Ívar messar yfir sínum mönnum. vísir/bara Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.” Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.”
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum