Bora sjálf ef Veitur auka ekki heitt vatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2018 08:30 Hitaveita Þorlákshafnar var seld til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2000. Nú íhuga heimamenn að koma aftur á fót eigin hitaveitu. Fréttablaðið/Vilhelm ORKUMÁL Forsvarsmenn Lýsis og seiðaeldisstöðvarinnar Ísþórs í Þorlákshöfn funduðu með bæjaryfirvöldum í Ölfusi í síðustu viku vegna skorts á heitu vatni. Skerða þurfti heitt vatn frá Veitum til iðnfyrirtækja þar á svæðinu í kuldakasti í byrjun desember. Íbúar fundu einnig fyrir lægri þrýstingi á vatninu. „Það var búið að tala um að það yrði aukning á heitu vatni í haust en það hefur ekki gengið eftir og þá eðlilega verða menn vonsviknir. Þeir hafa ekki brotið neina samninga gagnvart okkur en ef þetta er það sem við þurfum að búa við verðum við að grípa til einhverra annarra ráðstafana,“ segir Þórarinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Ísþórs. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lögðu í sumar sverari lögn frá háhitasvæðinu á Bakka um tíu kílómetra leið niður í Þorlákshöfn. Það hefur ekki enn skilað meira magni af heitu vatni eins og Þorlákshafnarbúar töldu að ætti að vera raunin. „Þetta er náttúrlega ótækt enda búum við á orkuríkasta svæði á Íslandi. Ég bind vonir við að þetta séu byrjunarörðugleikar hjá þeim,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við fengum þær skýringar að Veitur hefðu þá skyldu að leggja íbúðarhúsnæði til heitt vatn og leggi höfuðáherslu á það en voru að svera þessa lögn frá Bakka og hingað niður eftir og hugðust með því bæta aðgengi að heitu vatni fyrir fyrirtæki. Það er ekki að virka ennþá.“Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.Elliði segir stór fyrirtæki í Þorlákshöfn og að áform séu um enn stærri fyrirtæki, meðal annars fimm þúsund tonna landeldi á fiski. Lýsi er nýbúið að byggja þar stóra verksmiðju. „Við höfum lagt þunga áherslu á það við Veitur og aðra að þessi mál verði löguð fyrir þessi fyrirtæki og minnt á það að ef Veitur ætla ekki að tryggja nægt vatn til þeirra stóru framkvæmda sem við stöndum frammi fyrir þá sjáum við okkur bara þann einn kost að stofna nýja veitu og verða okkur sjálf næg með það. Það mun aldrei viðgangast að fyrirtæki á orkuríkasta svæði á Íslandi hafi ekki heitt vatn,“ segir bæjarstjórinn. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem sveitarfélagið ræki hitaveitu. Í febrúar árið 2000 seldi það Hitaveitu Þorlákshafnar til Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir rétt að komið hafi til skerðingar á afhendingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja þegar mjög kalt hafi verið í veðri. „Samkvæmt samningum sem gerðir eru við slík fyrirtæki er Veitum heimilt að skerða afhendingu á heitu vatni þegar þannig stendur á og bera gjöldin sem þau greiða þess merki,“ segir hún. Að sögn Ólafar er í forgangi hjá Veitum að veita nægu heitu vatni til íbúa. Með sverun hitaveitulagnarinnar búi íbúar Þorlákshafnar við hærri og jafnari þrýsting á heita vatninu en áður. „Hins vegar geta íbúar orðið varir við lágan þrýsting tímabundið á meðan verið er að skerða afhendingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja við hámarksálag í kuldaköstum,“ útskýrir Ólöf. Þegar kalt sé í veðri sé framleiðsla á heitu vatni á Bakka í hámarki. „Það hefur dugað þar sem möguleikinn á skerðingum til iðnfyrirtækja er til staðar.“ Þá segir Ólöf að áætlað sé að nýr búnaður, sem auki vinnsluog flutningsgetuna á Bakka, verði tekinn í gagnið fyrir næsta haust. „Sverun lagnarinnar var forsenda þess að hægt verður að fara í uppfærslu á búnaðinum til að auka afköstin og koma þannig til móts við uppbyggingu í Þorlákshöfn,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Birtist í Fréttablaðinu Ölfus Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Sjá meira
ORKUMÁL Forsvarsmenn Lýsis og seiðaeldisstöðvarinnar Ísþórs í Þorlákshöfn funduðu með bæjaryfirvöldum í Ölfusi í síðustu viku vegna skorts á heitu vatni. Skerða þurfti heitt vatn frá Veitum til iðnfyrirtækja þar á svæðinu í kuldakasti í byrjun desember. Íbúar fundu einnig fyrir lægri þrýstingi á vatninu. „Það var búið að tala um að það yrði aukning á heitu vatni í haust en það hefur ekki gengið eftir og þá eðlilega verða menn vonsviknir. Þeir hafa ekki brotið neina samninga gagnvart okkur en ef þetta er það sem við þurfum að búa við verðum við að grípa til einhverra annarra ráðstafana,“ segir Þórarinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Ísþórs. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lögðu í sumar sverari lögn frá háhitasvæðinu á Bakka um tíu kílómetra leið niður í Þorlákshöfn. Það hefur ekki enn skilað meira magni af heitu vatni eins og Þorlákshafnarbúar töldu að ætti að vera raunin. „Þetta er náttúrlega ótækt enda búum við á orkuríkasta svæði á Íslandi. Ég bind vonir við að þetta séu byrjunarörðugleikar hjá þeim,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við fengum þær skýringar að Veitur hefðu þá skyldu að leggja íbúðarhúsnæði til heitt vatn og leggi höfuðáherslu á það en voru að svera þessa lögn frá Bakka og hingað niður eftir og hugðust með því bæta aðgengi að heitu vatni fyrir fyrirtæki. Það er ekki að virka ennþá.“Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.Elliði segir stór fyrirtæki í Þorlákshöfn og að áform séu um enn stærri fyrirtæki, meðal annars fimm þúsund tonna landeldi á fiski. Lýsi er nýbúið að byggja þar stóra verksmiðju. „Við höfum lagt þunga áherslu á það við Veitur og aðra að þessi mál verði löguð fyrir þessi fyrirtæki og minnt á það að ef Veitur ætla ekki að tryggja nægt vatn til þeirra stóru framkvæmda sem við stöndum frammi fyrir þá sjáum við okkur bara þann einn kost að stofna nýja veitu og verða okkur sjálf næg með það. Það mun aldrei viðgangast að fyrirtæki á orkuríkasta svæði á Íslandi hafi ekki heitt vatn,“ segir bæjarstjórinn. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem sveitarfélagið ræki hitaveitu. Í febrúar árið 2000 seldi það Hitaveitu Þorlákshafnar til Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir rétt að komið hafi til skerðingar á afhendingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja þegar mjög kalt hafi verið í veðri. „Samkvæmt samningum sem gerðir eru við slík fyrirtæki er Veitum heimilt að skerða afhendingu á heitu vatni þegar þannig stendur á og bera gjöldin sem þau greiða þess merki,“ segir hún. Að sögn Ólafar er í forgangi hjá Veitum að veita nægu heitu vatni til íbúa. Með sverun hitaveitulagnarinnar búi íbúar Þorlákshafnar við hærri og jafnari þrýsting á heita vatninu en áður. „Hins vegar geta íbúar orðið varir við lágan þrýsting tímabundið á meðan verið er að skerða afhendingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja við hámarksálag í kuldaköstum,“ útskýrir Ólöf. Þegar kalt sé í veðri sé framleiðsla á heitu vatni á Bakka í hámarki. „Það hefur dugað þar sem möguleikinn á skerðingum til iðnfyrirtækja er til staðar.“ Þá segir Ólöf að áætlað sé að nýr búnaður, sem auki vinnsluog flutningsgetuna á Bakka, verði tekinn í gagnið fyrir næsta haust. „Sverun lagnarinnar var forsenda þess að hægt verður að fara í uppfærslu á búnaðinum til að auka afköstin og koma þannig til móts við uppbyggingu í Þorlákshöfn,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna.
Birtist í Fréttablaðinu Ölfus Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Sjá meira