Framlengingin: Fannari ofbauð og gekk út úr settinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:00 Fannar lét öllu illu í Framlengingunni S2 Sport Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira