Friðjón Einarsson: „Ég held að kosning fari fram“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:56 Kísilververksmiðja Stakkbergs í Helguvík Vísir/Ernir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka. United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka.
United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45
Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00