Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Sighvatur Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:00 Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda um íbúakosningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður anstæðinga stóriðju í Helguvík segist vilja fá vissu fyrir því að bindandi íbúakosning um kísilver fari fram í Reykjanesbæ. Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Er þar bæði vísað til hugsanlegrar endurræsingar kísilversins í Helguvík og hvort önnur verksmiðja á vegum Thorsil verði reist í bæjarfélaginu.Undirskriftum safnað áfram Það þarf 2.700 undirskriftir til að ná 20% íbúa markinu sem gerir sveitarfélaginu skylt að bregðast við. Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir að verið sé að fara yfir undirskriftirnar. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvort tilskyldum fjölda undirskrifta verði náð þar sem áfram verði safnað skriflegum undirskriftum til áramóta. „Ég var í Sporthúsinu og safnaði 100 undirskriftum á einum og hálfum tíma. Það gengur vel, fólk finnur skyldu sína til þess að taka þátt í þessu með okkur.“Ekki nóg að halda Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við RÚV í gær að óháð fjölda undirskrifta sé vilji bæjarins að leita álits íbúa varðandi framtíð Helguvíkur. Hann sagðist halda að íbúakosning fari fram. „Já, halda er orð sem ég tek með varúð. Það er ekki nóg að halda, við þurfum að fá vissu fyrir því að íbúar ráði þessu,“ segir Einar Már í samtali við fréttastofu. United Silicon Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Formaður anstæðinga stóriðju í Helguvík segist vilja fá vissu fyrir því að bindandi íbúakosning um kísilver fari fram í Reykjanesbæ. Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Er þar bæði vísað til hugsanlegrar endurræsingar kísilversins í Helguvík og hvort önnur verksmiðja á vegum Thorsil verði reist í bæjarfélaginu.Undirskriftum safnað áfram Það þarf 2.700 undirskriftir til að ná 20% íbúa markinu sem gerir sveitarfélaginu skylt að bregðast við. Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir að verið sé að fara yfir undirskriftirnar. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvort tilskyldum fjölda undirskrifta verði náð þar sem áfram verði safnað skriflegum undirskriftum til áramóta. „Ég var í Sporthúsinu og safnaði 100 undirskriftum á einum og hálfum tíma. Það gengur vel, fólk finnur skyldu sína til þess að taka þátt í þessu með okkur.“Ekki nóg að halda Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við RÚV í gær að óháð fjölda undirskrifta sé vilji bæjarins að leita álits íbúa varðandi framtíð Helguvíkur. Hann sagðist halda að íbúakosning fari fram. „Já, halda er orð sem ég tek með varúð. Það er ekki nóg að halda, við þurfum að fá vissu fyrir því að íbúar ráði þessu,“ segir Einar Már í samtali við fréttastofu.
United Silicon Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira