Ívilnun vegna kolefnisbindingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun