Sara: Gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 09:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ánægð í mótslok. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira