Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 19:00 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur. Lífeyrissjóðir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira