Mikil fjölgun umsókna í Tækniþróunarsjóð þýðir að færri fá styrki Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Rannís sér um rekstur Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira