Forseti Alþingis sáttur við haustþingið Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 08:00 Alþingismenn lögðu fram 239 fyrirspurnir til ráðherra á haustþingi. Tæplega helmingnum, eða 103, hefur enn ekki verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari 149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira