Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. desember 2018 06:15 Fjölnisvegur 11 vekur nú athygli fyrir að vera eins og risastór jólapakki að sjá. Fyrir innan hafa framkvæmdir verið stöðvaðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira