Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2018 19:00 Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira