Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira