Útlit fyrir rok og rigningu á aðfangadag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 09:30 Úrkomuspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á aðfangadag. Mynd/Veðurstofa Íslands Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið. Jól Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Jól Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira