Niðurrif á áætlun eftir tafir vegna kæru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 13:15 Það sem eftir stendur af Kárnsesskóla. Vísir/Vilhelm Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28