Guðrún Brá þarf að hækka sig um 21 sæti á lokahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 14:23 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira