„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2018 20:00 Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira