Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2018 21:30 Hin norska Maren Ueland horfir niður til Eyjafjarðar á leið af Sprengisandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad. Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20