Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:45 Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira