Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:45 Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira