Tiger lenti í vandræðum með golfreglurnar á sínu eigin móti Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 1. desember 2018 10:00 Tiger átti fínan annan hring getty/vísir Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira