Aron Einar um riðilinn: Þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 11:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti