Venus og máninn hátt á himni skína Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 11:11 Tunglið (t.h.) og Venus (t.v.) hafa fylgst að síðustu morgna og lýst upp morgunhimininn. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA Geimurinn Venus Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA
Geimurinn Venus Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira