Venus og máninn hátt á himni skína Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 11:11 Tunglið (t.h.) og Venus (t.v.) hafa fylgst að síðustu morgna og lýst upp morgunhimininn. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA Geimurinn Venus Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA
Geimurinn Venus Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira