Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 18:35 Hægt er að kveikja á staðsetningarforriti sem finnur staðsetningu spjaldtölva á borð við iPad. Apple Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira