Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:00 Grjót úr eldri hafnargarðinum öðlast nýtt líf sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2, einnar nýbyggingarinnar við Hafnartorg. Fréttablaðið/Ernir Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00
Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11