Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. desember 2018 06:00 Fangelsið Litla-Hraun. „Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira