Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:49 Netöryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Rudy Giuliani. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira