Veitingastaðurinn á Hótel Holti opnaður á ný eftir þriggja mánaða lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 18:45 Rekstur verður í höndum eigenda hótelsins, að því er segir í tilkynningu. Vísir/Vilhelm Veitingastaðurinn á Hótel Holti, Holt Restaurant, opnaði á ný í byrjun desember eftir að honum var lokað í ágúst síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rekstraraðilum veitingastaðarins.Sjá einnig: Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Greint var frá því í lok ágúst að veitingastaðnum hefði verið lokað. Talsmaður þáverandi rekstraraðila neitaði að tjá sig um lokunina í samtali við Vísi á sínum tíma en eigandi Hótels Holts sagði þó að allt yrði reynt til að koma til móts við tryggan kúnnahóp hótelsins. Kúnnahópurinn virðist geta tekið gleði sína á ný en veitingastaðurinn hóf aftur starfsemi nú í byrjun desember. Í tilkynningu segir að rekstur verði í höndum hótelsins og verður yfirkokkur Ægir Friðriksson sem áður starfaði á Café Flóru og Satt á Reykjavík Natura.Fjölmörg listaverk prýða veggi hótelsins og gefst gestum nú kostur á leiðsögn um listasafnið.Mynd/Hótel HoltÁ hinum nýopnaða veitingastað verður jafnframt lögð áhersla á „framúrskarandi þjónustu og mat“, að því er segir í tilkynningu. Að auki mun gestum hússins nú bjóðast leiðsögn um listasafn Hótels Holts, sögu þess og stofnendur. „Með þessu er verið að leggja áherslu á sérstöðu hótelsins og bjóða heildstæða upplifun fyrir gesti okkar. Hótel Holt hefur að geyma listaverk eftir margra af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og skipar þar með mikilvægan sess í menningararfi Íslendinga,“ er haft eftir Sólborgu Lilju Steinþórsdóttur, hótelstjóra.Sjá einnig: Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Tæpt ár er nú síðan eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts gerðu með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og að staðurinn myndi heita Holt. Staðurinn var opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað hálfu ári síðar, líkt og áður segir. Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30 Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Veitingastaðurinn á Hótel Holti, Holt Restaurant, opnaði á ný í byrjun desember eftir að honum var lokað í ágúst síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rekstraraðilum veitingastaðarins.Sjá einnig: Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Greint var frá því í lok ágúst að veitingastaðnum hefði verið lokað. Talsmaður þáverandi rekstraraðila neitaði að tjá sig um lokunina í samtali við Vísi á sínum tíma en eigandi Hótels Holts sagði þó að allt yrði reynt til að koma til móts við tryggan kúnnahóp hótelsins. Kúnnahópurinn virðist geta tekið gleði sína á ný en veitingastaðurinn hóf aftur starfsemi nú í byrjun desember. Í tilkynningu segir að rekstur verði í höndum hótelsins og verður yfirkokkur Ægir Friðriksson sem áður starfaði á Café Flóru og Satt á Reykjavík Natura.Fjölmörg listaverk prýða veggi hótelsins og gefst gestum nú kostur á leiðsögn um listasafnið.Mynd/Hótel HoltÁ hinum nýopnaða veitingastað verður jafnframt lögð áhersla á „framúrskarandi þjónustu og mat“, að því er segir í tilkynningu. Að auki mun gestum hússins nú bjóðast leiðsögn um listasafn Hótels Holts, sögu þess og stofnendur. „Með þessu er verið að leggja áherslu á sérstöðu hótelsins og bjóða heildstæða upplifun fyrir gesti okkar. Hótel Holt hefur að geyma listaverk eftir margra af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og skipar þar með mikilvægan sess í menningararfi Íslendinga,“ er haft eftir Sólborgu Lilju Steinþórsdóttur, hótelstjóra.Sjá einnig: Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Tæpt ár er nú síðan eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts gerðu með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og að staðurinn myndi heita Holt. Staðurinn var opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað hálfu ári síðar, líkt og áður segir. Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar.
Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30 Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18