Aldrei jafn spenntur að taka þátt í undirbúningstímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 7. desember 2018 14:30 Matthías Vilhjálmsson á Valsvellinum með félögum sínum. fréttablaðið Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira