Árssamantekt YouTube fellur í grýttan jarðveg Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 10:51 Youtube gaf út árssamantekt sína ígær. YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira