Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 15:15 Bill Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Time Warner Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira