Fjárlög næsta árs samþykkt Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2018 15:23 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í pontu á Alþingi í morgun. Þriðja og síðasta umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. Alþingi Fjárlög Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira