Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 19:45 Landsréttur féllst ekki á að konan hefði ráðist á fólkið í nauðvörn. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent