Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:30 Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23