Elsta afbrigði plágunnar fannst í fimm þúsund ára gamalli gröf í Svíþjóð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Beinahrúgan ævaforna sem hafði að geyma afbrigðið. Fréttablaðið/Cell Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“ Fornminjar Zíka Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“
Fornminjar Zíka Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira