Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Tölvuteiknuð mynd af illkynja frumu í hvítblæði. Nordicphotos/Getty Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent