Ferfættur prófessor í tannlækningum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. desember 2018 20:00 GRAYSON Hundur er eini hundurinn sem starfar á tannlæknadeild í Bandaríkjunum. Í tannlæknadeildinni í Háskólanum í Norður Karólínu má finna nokkuð óhefðbundinn starfsmann. Hundurinn GRAYSON mætir þar til starfa á hverjum degi til að aðstoða mennska kollega sína. „Hún er aðstoðarhundur fyrir krakka sem fara til tannlæknis,“ segir Sigurður Rúnar Sæmundsson, prófessor í og stjórnandi sérnáms í barantannlækningum, „Hugsunin þegar okkur datt þetta í hug var að taka stressið pínulítið úr og verða slakari við að fara til tannlæknis og að minningin að fara til tannlæknis sé góð af því að þetta er tannlæknastofan með hundinn.“ GRAYSON var ráðinn með ráðningasamningi sem prófessor við deildina en Sigurður Rúnar segir að hún sé eini hundurinn sem starfi á tannlæknastofu í bandaríkjunum og líklega sú eina í heiminum. Þetta þekkist þó á spítölum víða í Bandaríkjunum. „Þetta er notað nokkuð á spítölum hérna úti fyrir börn og fullorðna sem eru að ganga í gegnum erfiða hluti inni á spítölunum og hugmyndin var afhverju ekki að nota svipaða tækni á tannlæknastofunni.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigurð í heild sinni. GRAYSON hlaut þjálfun hjá fanga í fangelsi í Vestur-Virginíu og síðar hjá samtökunum Paws4People sem sérhæfa sig í að þjálfa hunda sem aðstoða fólk. Til dæmis blindrahunda og kvíðahunda. GRAYSON er margt til lista lagt. Hún getur til dæmis kveikt ljósin, opnað og lokað dyrum og ísskápum. Sigurður Rúnar segir þetta gefast afar vel og að börnin njóti þess ap heimsækja GRAYSON. Sigurður Rúnar og GRAYSON að störfumMynd/University of North Carolina„Þetta hefur virkað alveg súper vel,“ segir hann. „Allir krakkar eru alveg súper ánægðir með þetta. einstaka krakkar eru hrædd við hunda eða varkár gagnvart þeim. Þá sleppum við bara að hafa hundinn eða, af því að þetta er svo vel upp alinn hundur, að þau ná að takast á við sinn ótta við hunda.“ Það eru ekki bara krakkarnir sem umgangast GRAYSON en margir fullorðnir biðja um það einnig. Hann mælir með því að fleiri tannlæknastofur skoði þann möguleika að ráða hunda á stofuna. „Þetta er gagnlegt fyrir börnin sem eru að fara til tannlæknis og fullorðna líka,“ segir Sigurður. „Þetta er í raun og veru alger sólskyn inn á tannlæknastofuna alla. Allir eru svo miklu glaðari og ánægðari fyrir vikið“ Bandaríkin Dýr Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Í tannlæknadeildinni í Háskólanum í Norður Karólínu má finna nokkuð óhefðbundinn starfsmann. Hundurinn GRAYSON mætir þar til starfa á hverjum degi til að aðstoða mennska kollega sína. „Hún er aðstoðarhundur fyrir krakka sem fara til tannlæknis,“ segir Sigurður Rúnar Sæmundsson, prófessor í og stjórnandi sérnáms í barantannlækningum, „Hugsunin þegar okkur datt þetta í hug var að taka stressið pínulítið úr og verða slakari við að fara til tannlæknis og að minningin að fara til tannlæknis sé góð af því að þetta er tannlæknastofan með hundinn.“ GRAYSON var ráðinn með ráðningasamningi sem prófessor við deildina en Sigurður Rúnar segir að hún sé eini hundurinn sem starfi á tannlæknastofu í bandaríkjunum og líklega sú eina í heiminum. Þetta þekkist þó á spítölum víða í Bandaríkjunum. „Þetta er notað nokkuð á spítölum hérna úti fyrir börn og fullorðna sem eru að ganga í gegnum erfiða hluti inni á spítölunum og hugmyndin var afhverju ekki að nota svipaða tækni á tannlæknastofunni.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigurð í heild sinni. GRAYSON hlaut þjálfun hjá fanga í fangelsi í Vestur-Virginíu og síðar hjá samtökunum Paws4People sem sérhæfa sig í að þjálfa hunda sem aðstoða fólk. Til dæmis blindrahunda og kvíðahunda. GRAYSON er margt til lista lagt. Hún getur til dæmis kveikt ljósin, opnað og lokað dyrum og ísskápum. Sigurður Rúnar segir þetta gefast afar vel og að börnin njóti þess ap heimsækja GRAYSON. Sigurður Rúnar og GRAYSON að störfumMynd/University of North Carolina„Þetta hefur virkað alveg súper vel,“ segir hann. „Allir krakkar eru alveg súper ánægðir með þetta. einstaka krakkar eru hrædd við hunda eða varkár gagnvart þeim. Þá sleppum við bara að hafa hundinn eða, af því að þetta er svo vel upp alinn hundur, að þau ná að takast á við sinn ótta við hunda.“ Það eru ekki bara krakkarnir sem umgangast GRAYSON en margir fullorðnir biðja um það einnig. Hann mælir með því að fleiri tannlæknastofur skoði þann möguleika að ráða hunda á stofuna. „Þetta er gagnlegt fyrir börnin sem eru að fara til tannlæknis og fullorðna líka,“ segir Sigurður. „Þetta er í raun og veru alger sólskyn inn á tannlæknastofuna alla. Allir eru svo miklu glaðari og ánægðari fyrir vikið“
Bandaríkin Dýr Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira