Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira