Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins (t.h.) og varaformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson (fyrir miðju). Fréttablaðið/Ernir Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg
Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09