Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir Olís deild kvenna í gær og tóku þá sérstaklega fyrir hörkuleik Selfoss og HK í Iðu á Selfossi.
HK-stelpurnar eru nýliðar í deildinni en þær eru búnar að virkilega fína hluti í upphafi móts.
„Þær eru búnar að gera betri hluti framan af móti en Selfyssingar sem við spáðum ansi fínu gengi,“ sagði Tómas Þór Þórðarson um leið og hann kynnti inn leikinn.
Leikur Selfossliðsins snérist mikið í kringum hina mögnuðu Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur en endaspretturinn í þessum skemmtilega leik var svakalegur.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin sérstaklega fyrir enda átti hún stórleik.
Hrafnhildur Hanna skoraði 11 mörk úr 12 skotum í leiknum en hún gaf einnig fimm stoðsendingar á félaga sína í liðinu og fjórar sendingar til viðbótar sem gáfu víti.
Hrafnhildur Hanna fékk líka tíu í einkunnn hjá HB-Statz.
Það má sjá umfjöllun Seinni bylgjunnar hér að ofan.
Seinni bylgjan: Frammistaða upp á tíu hjá Hrafnhildi Hönnu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn



Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
