Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:45 Í fjórum leikskólum borgarinnar eru engir leikskólakennarar starfandi á deildunum með börnunum Fréttablaðið/ANTON BRINK Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt." Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt."
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira