Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 18:26 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Í hádeginu í dag mældist svifryk á Akureyri tæplega 230 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina en suðlægar áttir og hlýindi einkenndu veðrið fyrir norðan og austan um helgina en þegar mest var fór hitinn upp í 17 gráður. Mbl greindi fyrst frá þessu. „Þetta er í raun og veru þannig að þegar koma svona góðviðrisdagar og göturnar ná að þorna og verða alveg þurrar þá fer rykið að þyrlast upp vegna umferðar svo um leið og snjóar eða rignir þá dettur þetta niður aftur,“ segir Alfreð Schiöth sviðsstjóri mengunarvarna hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra í samtali við fréttastofu. „Þetta [svifrykið] ríkur upp og niður dálítið skarpt en þetta eru að verða of margir dagar og of háir toppar,“ segir Alfreð um ástand loftgæða fyrir norðan.Loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar.USTÁ morgun stendur til að gefa út formlega viðvörun vegna skertra loftgæða. Þeim sem veikir eru fyrir; eru með ofnæmi eða hjarta-og lungnasjúkdóma, er eindregið ráðlagt að halda sig frá þyngri umferðargötunum Akureyrar. Þá mælist hann til þess að Akureyringar fylgist vel með loftgæðamælingum Umhverfisstofnunar.Alfreð segir að allt sé autt og þurrt fyrir norðan og í raun eins og sumardagur. „Bakhliðin á þessu er að núna liggur allur sandurinn á götunum sem notaður var í hálkunni hérna um daginn og þyrlast upp og fer illa í þá sem eru veikir fyrir og gæti jafnvel spillt fyrir þeim sem eru hraustir.“ Á morgun blæs Akureyrarbær til vinnufundar ásamt sérfræðingi frá Umhverfisstofnun vegna málsins því mikilvægt sé að bregðast við hratt og ákveðið til lágmarka mengunina. „Bærinn er núna að þrífa götur og skoða hvað hann getur gert. Það er hugsanlegt að nota rykbindiefni til að hjálpa á svona dögum þannig að það þyrlist ekki upp. Þetta snýst um það að lágmarka ryk á götunum með því að þrífa þær og lágmarka notkun á sandi og eftir atvikum nota rykbindiefni. Um leið og snjóar eða rignir þá losna menn undan þessari áþján í bili.“En eru Akureyringarnir ekki bara of duglegir að nota einkabílinn?„Jájá, ég veit það ekki svosem. Það eru náttúrulega styttri vegalengdir hérna heldur en í Reykjavík þannig að væntanlega eru menn að eyða minni tíma í bíl en menn fara mikið á bíl,“ segir Alfreð sem bætir við það sé ókeypis í almenningssamgöngur á Akureyri og að bæjarbúar séu duglegir við að nota Strætó. Það sé þó alveg rétt að of margir noti einkabílinn við þau tækifæri sem vel væri hægt að ganga eða hjóla. Alfreð segir að hálkuvarnir séu ákveðið vandamál því sandur er mikið notaður í frosti og hálku. Alfreð segir að það sé hluti af stefnumótun Akureyrarbæjar að draga úr sandnotkun. Hann telur þó ástæðu til að hraða ferlinu. „Hann [sandurinn] molnar á götunum og pússar þær og býr til ennþá meira ryk og svo þyrlast hann bara upp.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Í hádeginu í dag mældist svifryk á Akureyri tæplega 230 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina en suðlægar áttir og hlýindi einkenndu veðrið fyrir norðan og austan um helgina en þegar mest var fór hitinn upp í 17 gráður. Mbl greindi fyrst frá þessu. „Þetta er í raun og veru þannig að þegar koma svona góðviðrisdagar og göturnar ná að þorna og verða alveg þurrar þá fer rykið að þyrlast upp vegna umferðar svo um leið og snjóar eða rignir þá dettur þetta niður aftur,“ segir Alfreð Schiöth sviðsstjóri mengunarvarna hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra í samtali við fréttastofu. „Þetta [svifrykið] ríkur upp og niður dálítið skarpt en þetta eru að verða of margir dagar og of háir toppar,“ segir Alfreð um ástand loftgæða fyrir norðan.Loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar.USTÁ morgun stendur til að gefa út formlega viðvörun vegna skertra loftgæða. Þeim sem veikir eru fyrir; eru með ofnæmi eða hjarta-og lungnasjúkdóma, er eindregið ráðlagt að halda sig frá þyngri umferðargötunum Akureyrar. Þá mælist hann til þess að Akureyringar fylgist vel með loftgæðamælingum Umhverfisstofnunar.Alfreð segir að allt sé autt og þurrt fyrir norðan og í raun eins og sumardagur. „Bakhliðin á þessu er að núna liggur allur sandurinn á götunum sem notaður var í hálkunni hérna um daginn og þyrlast upp og fer illa í þá sem eru veikir fyrir og gæti jafnvel spillt fyrir þeim sem eru hraustir.“ Á morgun blæs Akureyrarbær til vinnufundar ásamt sérfræðingi frá Umhverfisstofnun vegna málsins því mikilvægt sé að bregðast við hratt og ákveðið til lágmarka mengunina. „Bærinn er núna að þrífa götur og skoða hvað hann getur gert. Það er hugsanlegt að nota rykbindiefni til að hjálpa á svona dögum þannig að það þyrlist ekki upp. Þetta snýst um það að lágmarka ryk á götunum með því að þrífa þær og lágmarka notkun á sandi og eftir atvikum nota rykbindiefni. Um leið og snjóar eða rignir þá losna menn undan þessari áþján í bili.“En eru Akureyringarnir ekki bara of duglegir að nota einkabílinn?„Jájá, ég veit það ekki svosem. Það eru náttúrulega styttri vegalengdir hérna heldur en í Reykjavík þannig að væntanlega eru menn að eyða minni tíma í bíl en menn fara mikið á bíl,“ segir Alfreð sem bætir við það sé ókeypis í almenningssamgöngur á Akureyri og að bæjarbúar séu duglegir við að nota Strætó. Það sé þó alveg rétt að of margir noti einkabílinn við þau tækifæri sem vel væri hægt að ganga eða hjóla. Alfreð segir að hálkuvarnir séu ákveðið vandamál því sandur er mikið notaður í frosti og hálku. Alfreð segir að það sé hluti af stefnumótun Akureyrarbæjar að draga úr sandnotkun. Hann telur þó ástæðu til að hraða ferlinu. „Hann [sandurinn] molnar á götunum og pússar þær og býr til ennþá meira ryk og svo þyrlast hann bara upp.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45