Norðsnjáldri í fjörunni í Höfðavík á Heimaey Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Hausinn á norðsjáldranum var sagaður af. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira