Karlsvæðisstjórar mega hafa hærri laun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 08:15 Starf svæðisstjóra er ekki það sama og starf svæðisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira