„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:22 Verslanir Elko eru meðal þeirra sem tekið hafa hinum svokallaða Svarta föstudegi fagnandi. Vísir/vilhelm Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu. Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu.
Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira