Börn niður í 11 ára fengið óumbeðnar typpamyndir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST Kynferðisofbeldi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST
Kynferðisofbeldi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira