Patrekur um Hauk: Margt búið að gerast í lífi hans á einu ári Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 21:40 Patrekur var ánægður í kvöld eftir mikilvæg tvö stig. vísir/ernir „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti