Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:30 Edwige Herchenroder og Andri Björn hafa bæði hlotið verðlaun á hátíðinni Aix-en-Provence. Fréttablaðið/Anton Brink Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira