Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira