Þingið slær met í stundvísi með fjárlög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlögum í september síðastliðnum en 2. umræðu um þau lauk í gærkvöldi. vísir/vilhelm Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira